Biðlisti á framhaldsnámskeið Paul Gilberts

Framhaldsnámskeið Paul Gilberts í sálfræðimeðferð sem byggir á samkennd (CFT) sem er haldið 24. til 26. janúar næstkomandi er orðið fullt, en hægt er að skrá sig á biðlista.

Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem nú þegar hafa sótt tveggja eða þriggja daga grunnámskeið í CFT (t.d námskeið Paul Gilberts á Íslandi 2007 eða námskeið Margrétar Arnljótsdóttur og Margrétar Bárðardóttur um CFT).

Posted in Námskeið | Tagged | Leave a comment

Sálfræðimeðferð byggð á samkennd

Námskeið í sálfræðimeðferð byggða á samkennd verður haldið í safnaðarheimili Neskirkju 17. og 18. nóvember næstkomandi.

Sálfræðimeðferð byggð á samkennd (Compassion Focused Therapy) hefur þróast í framhaldi af hugrænni atferlismeðferð og er sérstaklega hugsuð til að vinna með skömm, sektarkennd og sjálfsgagnrýni sem finnst þvert á allar geðgreiningar. Paul Gilbert prófessor í sálfræði er frumkvöðull að CFT sem vakið hefur verðskuldaða athygli á undanförnum árum.

Á námskeiðinu verður kynntur kenningarlegur bakgrunnur þessarar meðferðarstefnu sem og helstu aðferðir og æfingar til að rækta með sér samkennd og skilning gagnvart erfiðum tilfinningum og hugsunum. Námskeiðið er einnig hagnýtt og er virk þátttaka í æfingunum mikilvæg.

Námskeiðið er haldið undir handleiðslu Paul Gilberts. Hann mun halda framhaldsnámskeið í febrúar 2013. Þetta námskeið er undirbúningur fyrir það.

Posted in Námskeið | Tagged , , | Leave a comment

Ný heimasíða

Félag um hugræna atferlismeðferð hefur endurnýjað heimasíðu sína. Núverandi síða byggir á WordPress vefumsjónarkerfinu sem auðveldar félaginu að birta áhugavert efni. Vinsamlegast látið vita hvort ykkur finnist eitthvað vanta á síðuna, eða viljið fá að birta efni þar.

Posted in Heimasíða | Leave a comment